Reglur

Hver spilari fær tíu komment á hendi. Í hverri umferð er einn ritstjóri sem dregur fyrirsögn og les upp (fyrsti ritstjórinn er sá sem tók síðast þátt í „rökræðum“ á netinu).

Hinir spilararnir leggja komment á grúfu í púkkið. Ritstjórinn les kommentin upphátt. Síðan velur hann kommentið sem honum þótti skemmtilegast í samhenginu og spilarinn sem lagði það út fær fyrirsagnarspjaldið sem táknar eitt stig. Spilarar draga nýtt kommentaspjald svo þeir séu alltaf með tíu spjöld á hendi.

Spilinu lýkur þegar spilurum hentar eða þegar einn spilari hefur náð tíu stigum.

Ringlaði frændinn

Ef spilarar eru þrír þá er eitt komment dregið úr bunkanum og bætt við í púkkið.